Monday, March 16, 2009

Hvar á vegi er íslensk heimaframleiðsla stödd?

Hluti af þeirri undirbúningsvinnu sem nauðsynleg er til að koma svona búvörumarkaði á koppinn er að skilja í hvaða stöðu bændaframleiðsla er og hvað það sé sem stoppar bændur í að framleiða eigin vörulínur heima.

Ég hef rætt þetta við ýmsa aðila og svörin hafa verið jafnmörg og mismunandi og viðmælendurnir.
Sumir skella skuldinni á EES reglur, aðrir að þetta sé hinu opinbera að kenna, á meðan að ég hef heyrt skýringar sem mér finnst sjálfum vera öllu líklegri og þær eru að hér sé um marga samtvinnaða þætti að ræða.

Það gilda vissar reglur um matvælaframleiðslu og þær geta kannski verið fráhrindandi, en varla geta verið hér strangari reglur en t.d í Frakklandi og Bretlandi þar sem að bændur eru oft á tíðum allt í senn , hráefnis og vöruframleiðandi, dreifingaraðili og seljandi.

Ég rakst á stórmerkilegt erindi sem maður að nafni Sigurjón Þórðarson hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands Vestra skrifaði, og ég er að bíða eftir leyfi frá honum um birtingu, en hann rekur þar hinar ýmsu þætti er snúa að matvælaframleiðslu heima.

Ég mun vonandi geta birt hér á næstu dögum þetta erindi hans, sem og spurningar og svör sem ég er að leita aftir frá honum.

Annars er það að frétta frá okkur að við höfum fengið frábærar viðtökur og viðbrögð, til að mynda hefur Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra sett okkur í samband við sinn ráðuneytisstjóra með það fyrir augum að hjálpa okkur áleiðis.

Og viðtökur hins almenna neytenda hafa verið mjög jákvæðar líka og við tökum því sem frekari hvatningu.

No comments:

Post a Comment